Færsluflokkur: Bloggar

Í lok dagsins

Langur vinnudagur að baki en skemmtilegur og árangursríkur. 

 Athyglisverð grein á mbl um fund umhverfsiráðherra og ráðherra Umhverfsimála hjá Evrópusambandinu.

 

"Ennfremur lagði ráðherra áherslu á að mikilvægt væri að skoða sérstaklega sameiginleg samningsmarkmið og skuldbindingar fyrir atvinnugreinar óháð ríkjum, til þess að tryggja eftir megni að menn beiti bestu tækni alls staðar, þannig að fyrirtæki flyttu sig ekki milli ríkja til að losna undan strangari kröfum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Stavros Dimas sagði að Evrópusambandið mundi styðja þessa nálgun í komandi samningum. "

 Er þetta ekki nákvæmlega málið ef við virkjum ekki þessu vistvænu orku hjá okkur.

Í stað þess að færa fyrirtækin, færum við framleiðsluna í önnur lönd þar sem notuð eru olía og gas sem orkugjafa.

 Með nýtingu þessara auðlinda okkar leggjum við okkar af mörkum í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda með því að framleiða með vistvæni orku.

 

Vissuð þið:

- að flúor í gróðri kringum álverið í Straumsvík mælist jafnmikil núna í dag eins og áður en verksmiðjan hóf starfsemi.

- að svifryksmengun á Hvaleyrarholti hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk í þau 40 ár sem álverið hefur starfað

- að ef álverið er stækkað, eykst framleiðslan um 150% en leyfileg mörk á losun flúors eingöngu um 25%

- að Isal er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem var vottað með umhverfisstaðalinn ISO 14001

 

Engin furða að forsvarsmenn Sólar í straumi segja að þeir hafi engar áhyggjur af mengunarmálum frá Isal.  Þetta eru nefnilega staðreyndir. 

Látum þetta duga í dag

Fleiri fróðleiksmolar á morgun 


Reading - Man Utd

Hvað er að gerast ? 5 mínútur búnar og staðan orðin 3-0 fyrir ManUtd.  Íslendingarnir tveir í vörn Reading líta út eins og byrjendur.  Þetta er eins og þeir séu að spila fyrir íslenska landsliðið.  

 Þetta ýtir bara enn meira að leikurinn um helgina Liverpool og Manutd verði spennandi.


Mönnun á störfum hjá Isal

Einhverjar áhyggjur eru uppi um mönnun í þau störf sem eru hjá Isal bæði og dag og eins þau sem munu bætast við með hugsanlegri stækkun Isal.

Í öll þau 40 ár sem Isal hefur starfað hafa Íslendingar verið þar við störf.  

Í dag eru innan við 10 manns sem eru að erlendu bergi brotin og hafa þau öll búið hér í mörg ár og áratugi.  Þau tala og skilja íslensku.

Núna er lítið atvinnuleysi en samt liggja tugir umsókna inni hjá Isal

Isal ræður 120 skólakrakka í vinnu á sumrin og komast færri að en vilja.  Umsóknir undanfarina ára hefur verið á bilinu 600-900 í þessi sumarstörf.

Þetta segir margt.

Ég hef ekki þessar áhyggjur að flytja þurfi inn erlent vinnuafl.

Það er einnig ekkert sem segir það að að atvinnuleysi verði lítið árið 2010 þegar framleiðsla á að hefjast úr stækkunarhlutanum.

 

Já, það er gott að vinna hjá Isal 

 


Rangfærslur

Já, ég var að hlusta á Ísland í bítið frá því í morgun þegar Ingi mætti aftur Pétri.   Enn og aftur fer Pétur fyrir Sól í straumi með rangfærslur.  Samtökin Sól í straumi gefa það út að þeir vilji málefnalega umræðu.  Það er hárrétt en hún verður einnig að vera byggð á staðreyndum en ekki rangfærslum.  

Nokkur atriði frá því í morgun:

- stærð álversins þrefaldast eins og framleiðsluaukningin.  Nei framleiðsluaukningin er 155% og stærð álversins stækkar um 85% sem er ekki einu sinni tvöföldun.   Samanlögð stærð núverandi bygginga á álverssvæðinu er 140 þúsund  fermetrar en stærð nýrra bygginga verður um 120 þúsund fermetrar.  Þetta gerir 85% stækkun.

- enn og aftur segir hann að núverandi raforkusamningur Isal renni út 2024.  Hvað er það sem menn skilja ekki í þessu.  Það er margbúið að leiðrétta þetta.  Hann rennur út 2014 með möguleika á 10 ára framlengingu.

Annað athyglisvert sem kom fram í máli Péturs var eftirfarandi setning "það er mjög misjafnt af hverju við erum á móti álverinu".  Hingað til hafa samtökin haldið því fram að þeir væru á móti stækkuninni en ekki núverandi álveri???????'

 Hvað þarf að gera til að leiðrétta þetta?

Jájá, svona var það

 

Sigurður Egill 


Hagur Hafnarfjarðar og Sól í Straumi

Virkilega skemmtilegt viðtal við Inga Rúts hjá Hag Hafnarfjarðar og Pétri í Sól í Straumi á Rás 2 í dag.  Mér fannst Ingi standa sig frábærlega, bæði málefnalegur og kom þessu skýrt frá sér.  Það sem samt pirrar mann mest í umræðu Sólstraumagæjana eru rangfærslur og líkindatal.  Pétur talar allt um að verksmiðjan er að þrefaldast.  Er hún að þrefaldast?  Nei, hún er að stækka um 150%.  460000/180000 er 2,5 sem er ekki þreföldun miðað við mínar kokkabækur.  Okei, sumir voru betri en aðrir að námunda við næstu heilu tölu í gaggó.  Í þessu viðtali hélt Pétur því einnig fram að Isal væri að fá bestu tekjurnar á hvert framleitt ál tonn innan Alcan.  Hvar í ósköpunum fær hann þær upplýsingar.  Jú, samkvæmt sérfræðingum þeirra.  Hverjir eru þessir sérfræðingar?  Nei, staðreyndin er sú að að Isal er með mjög háan framleiðslukostnað á hvert framleitt tonn innan Alcan samsteypunnar.  Það eru rökin fyrir því að ekki sé hægt að reka núverandi verksmiðju um ókomna framtíð með hagnaði.  Þegar núverandi orkusamningur Isal rennur út 2014 (ekki 2024) er ekki ólíklegt að orkan muni kosta Isal enn meira og því mun framleiðslukostnaður hækka enn meir á hvert framleitt tonn, þar sem samkeppni um orku hér á landi hefur farið mjög vaxandi.  Það segir sig sjálft að á endanum eru ekki forsendur að reka 40 ára gamla verksmiðju með gamalli tækni.  Þó að góður rekstur sé núna á verksmiðjunni er það ekkert sjálfgefið að það verði áfram.  Hátt álverð núna hjálpar mikið til við reksturinn.  Þetta er því ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir.  Staðreyndir um allar hliðar málsins er eitthvað sem Hafnfirðingar eiga rétt á að vita en ekki hvað við höldum eða rangfærslur, til að geta myndað sér skoðun um málið.

Hvað ætla Sólarmenn að segja við Hafnfirðinga ef atvinnuleysi eykst eftir nokkur ár og Isal þarf að loka vegna skorts á samkeppnisstöðu.  Það er ekkert eðlilegt að segja við fyrirtæki.  Nei, þið megið ekki þróast og dafna.

Ég bara spyr.

Nóg í bili

Sigurður Egill 


Glæsilegur sigur

Ekki er hægt að segja annað en sigur Liverpool á Barcelona hafi verið glæsilegur.  Ekki nóg með það, því Liverpool var talsvert sterkari aðili í leiknum og því sigurinn sanngjarn.  Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem Barcelona hefur alls ekki verið að spila vel að undanförnu.  Varnarleikurinn hjá þeim er ekki upp á marga fiska og sóknarleikurinn sem hefur verið þeirra aðall var ekki að virka í þessum leik.  Þegar þessi snillingar frá Spáni er teknir föstu tökum hverfa þeir í svona leikjum.

Allavegana góður sigur og maður bíður spenntur eftir leiknum á Anfield.  Það væri örugglega ekki leiðinlegt að vera á þeim leik.

Áfram Liverpool 


Stækkun hjá Alcan

Mikið er rætt um hugsanlega stækkun hjá Alcan.  Sitt sýnist hverjum í þessum málum og verður spennandi að sjá niðustöður kosningana í lok mars.   Hins vegar finnst mér tímasetning á þessari kosningu mjög furðuleg.  Undirbúningur fyrir stækkunina fór í gang 1999.  Af hverju að kjósa um þetta núna 8 árum seinna þegar þetta er á lokastigi.  Eðlilegra hefði verið að kjósa um þetta strax.  En burt séð frá því verður kosið um þetta núna.  Mikið hefur verið ritað og menn sækja upplýsingar víða að.  Það er hins vegar ljóst að mikið af rangfærslum er í gangi.  Það er það versta sem gæti gerst í þessu að menn myndi sér skoðanir á málinu á rangfærslum, skorti á upplýsingum og vanþekkingu.  Ég hvet því alla að kynna sér málið vel um hvað þetta snýst áður en þeir mynda sér skoðanir.  Menn mega ekki falla í þá gryfju að vera á móti bara til að vera á móti.  Þetta er stór ákvörðun og því nauðsynlegt að kynna sér málið vel.  Ég er mjög hlynntur því að sem flestar skoðanir koma fram og virði mjög skoðanir annarra hvort sem þeir eru með eða á móti.  Það kom fram í skoðanakönnun að 70% þátttakenda í henni vildu fá meiri upplýsingar.  Það er mjög jákvætt.

Hvet því alla til að kynna sér málið og byggja atkvæði sitt út frá sínum forsendum, staðreyndum og réttum upplýsingum

Stækkum Alcan

Sigurður Egill 


« Fyrri síða

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 6877

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband