Rangfærslur um mengunarmál

Andstæðingar stækkunarinnar í Straumsvík birta núna súlurit sem sýnir aukningu um mengun frá fyrirhugaðri stækkun.  Vinnubrögðin við það er alveg út úr kortinu.  Það eru tekin lægstu núverandi raungildi eins og álverið er starfrækt í dag og margfalda upp með magni framleiðslu.  Svo eru tekin hæstu gildi í starfsleyfi við fyririhugaðri stækkun og marfölduð með framleiðslumagni eftir stækkun.  Þá kemur út að mengun muni 2-3 faldast.  

Þeir eru löngu búnir að átta sig á því að mengunarmálin eru ekki vandamál við fyrirhugaða stækkun og því eingöngu ein leið til fá kjósendur á sitt band er að fara með rangfærslur við útreikningum.  Þetta greinir hin almenni lesandi ekki því hann þekkir ekki tölurnar á bakvið þær.

Umhverfistofnun fylgist með mælingum frá álverinu.  Þá fara einnig fram símælingar til að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis.  Mæltæki eru kvörðuð reglulega af viðkenndum aðilum.

Isal er vottað af umhverfisstaðlinum Iso 14001.  Mælingar frá Isal er ekki hægt að rengja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég velti því stundum fyrir mér hver raunveruleg ástæða andstaða við stækkunina sé. Hjá róttækum vinstri mönnum er það inngróin andúð á kapitalisma og þeir líta á öll stærri fyrirtæki sem vitnisburð um gróðafíkn og spillingu. Þuríður Bachman vildi hlúa að smáum fyrirtækjum á austurlandi í staðinn fyrir risavaxinn þungaiðnað.  Hún áttar sig ekki á því að aldrei hefur verið meiri uppgangur í slíkum fyrirtækjum og eftir að framkvæmdir hófust hér fyrir austan.

Baráttukveðja...

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurður Egill Þorvaldsson

Það er hárrétt Gunnar.  Þessu afleiddu störf gleymast oft í þessari umræðu.  Það er einmitt það sem Hagur Hafnarfjarðar er að vekja athygli á.  Þetta snýst ekki eingöngu um stóriðjuna sjálfa.

Sigurður Egill Þorvaldsson, 24.3.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband