Hitt og þetta

Jæja, það er orðið langt síðan ég hef ritað línur.  Eftir kosningarnar fyrir ári síðan sem töpuðust með fáranlegum litlum mun, var maður ekki í miklu stuði að skrifa.  Það er þó ekki aðalástæðan fyrir skrifletinni.

Skólinn tekur sinn toll en ég er nú að klára diplómanám við Endurmenntun HÍ í rekstar og viðskiptafræði.  Þarf að vísu að taka eitt fag í haust.  Það orsakast af því að ég var að skipta um starf eftir núna um mánaðarmótin og þurfti að byrja á því að fara í tvær vikur til Salt Lake í USA.  Það eru mikil viðbrigði að hætta í vaktavinnu eftir 16 ár.  Vakna alla morgna rúmlega sjö hefur ekki verið mína sterka hlið og ekki þekktur morgunhani.  Allavegana hefur það gengið ágætlega sofar.  Jákvæða við er þetta að það var kominn tími á tilbreytingu í starfi og prófa eitthvað nýtt.   Eins finn ég mun þegar maður fær reglulegan svefn og mætir útsofinn í vinnu.  Helgarnar mættu þó vera lengri en 2 dagar, fullstutt frí eftir að vera vanur 5 daga fríum.

Annars allt gott, er á leið til Englands að sjá Arsenal - Liverpool um næstu helgi og svo er golfferð til Dublin í lok maí.

Læt þetta duga í bili og kem vonandi með eitthvað meira gáfulegt en þetta raus um mig.

Over

 


Alcoa að yfirtaka Alcan

Hvað er að gerast?  Þessa frétt sá ég á Vísi áðan. 

 

"Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan.


Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir að tilboðið hljóði upp á 73,25 dali á hlut. Verði 58,60 dalir af kaupverðinu greiddir með peningum en afgangurinn í hlutabréfum. Tilboðið er 20 prósentum yfir lokagengi bréfa í Alcan.

Bloomberg hefur eftir Alan Belda, forstjóra Alcoa, að álfyrirtækin hafi átt í viðræðum um samstarf síðastliðin tæp tvö ár. Þar á meðal var samruni fyrirtækjanna. Belda sagði hins vegar að viðræðurnar hefðu engu skilað.

Gert er ráð fyrir að Alcoa leggi fram tilboð í Alcan á morgun, að sögn Bloomberg."

 

Já. fljótt skipast veður í lofti. 


Alcan: Raflínur í jörðu

Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.

Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.

Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.


Athyglisverður fundur

Var staddur á opnum fundi Hafnarfjarðarbæjar um skipulagsmál.  Ágætis fundur.  Ég hafði þó á tilfinningunni að þarna væri einungis fólk sem var búið að mynda sér skoðanir, með eða móti fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík.  Lítið hefur því verið um fólk sem var að sækja sér nýjar upplýsingar til að geta myndað sér skoðanir á málinu.  Ég er þó sannfærður um að hægt sé að samræma íbúðabyggð til frambúðar með stækkuðu álveri eftir þennan fund.

Má eða má ekki

Andstæðingar stækkunarinnar álversins í Straumsvík gagnrýna vinnubrögð Alcan fyrir að hringja í fólk í Hafnarfirði og spyrja þau um afstöðu þeirra um fyrirhugaða stækkun.  Samt sem áður hafa andstæðingarnir líka ákveðið að hringja í fólk.  Viðtalið við Sól í Straumi í fréttum í kvöld var þannig að þeir fordæma vinnubrögð Alcan en ætla samt að gera það sama????  Það er allt gagnrýnt sem Alcan gerir og heilindi þeirra dregin í efa.  Hvar eru heilindi Sólarmanna?  Ekki eru þeir samkvæmir sjálfir sér.  Öll tækifæri eru notuð til að koma óorði á fyrirtækið.  

ER MÁLSTAÐUR ANDSTÆÐINGA ORÐINN SVONA VEIKUR AÐ ALLT PÚÐUR ÞEIRRA FER Í AÐ GAGNRÝNA ÞAÐ SEM ALCAN GERIR. 


Rangfærslur um mengunarmál

Andstæðingar stækkunarinnar í Straumsvík birta núna súlurit sem sýnir aukningu um mengun frá fyrirhugaðri stækkun.  Vinnubrögðin við það er alveg út úr kortinu.  Það eru tekin lægstu núverandi raungildi eins og álverið er starfrækt í dag og margfalda upp með magni framleiðslu.  Svo eru tekin hæstu gildi í starfsleyfi við fyririhugaðri stækkun og marfölduð með framleiðslumagni eftir stækkun.  Þá kemur út að mengun muni 2-3 faldast.  

Þeir eru löngu búnir að átta sig á því að mengunarmálin eru ekki vandamál við fyrirhugaða stækkun og því eingöngu ein leið til fá kjósendur á sitt band er að fara með rangfærslur við útreikningum.  Þetta greinir hin almenni lesandi ekki því hann þekkir ekki tölurnar á bakvið þær.

Umhverfistofnun fylgist með mælingum frá álverinu.  Þá fara einnig fram símælingar til að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis.  Mæltæki eru kvörðuð reglulega af viðkenndum aðilum.

Isal er vottað af umhverfisstaðlinum Iso 14001.  Mælingar frá Isal er ekki hægt að rengja. 


Af hverju að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík

-  beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar aukast um 800 milljónir

- 350 ný varanleg störf skapast í álverinu

- 800 ný varanleg afleidd störf skapast

- auknar útflutningstekjur

- öllum loftgæðiskröfum er fullnægt og engum stafar hætta af þeim

- öflugt fyrirtæki tryggt til næstu 50-60 ára

- fyrirtæki sem ekki flytur burt með stuttum fyrirvara

- leggjum okkar af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda

- atvinna tryggð til frambúðar

 


Enginn vafi á auknum greiðslum til Hafnarfjarðar

Enginn vafi er á því að Hafnarfjarðarbær mun að fullu njóta aukinna skattgreiðslna frá Alcan á Íslandi, þótt tafist hafi að samþykkja lagafrumvarp þess efnis. Í gildi er samningur við stjórnvöld sem tryggir bæjarsjóði Hafnarfjarðar að minnsta kosti 800 milljónir króna í árlegar tekjur eftir fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Þann 5. mars síðastliðinn staðfesti fjármálaráðherra samning við Alcan á Íslandi um breytingar á skattumhverfi fyrirtækisins. Breytingarnar þýða að frá og með 1. janúar 2005 greiðir Alcan skatta og gjöld til hins opinbera með sama hætti og önnur fyrirtæki. Um leið fellur niður eldra fyrirkomulag framleiðslugjalds, sem rann að mestu til ríkisins.

Breytingin leiðir til þess að Hafnarfjarðarbær fær stórauknar tekjur af starfsemi Alcan á Íslandi, afturvirkt til 2005. Til að þessi breyting komist til framkvæmda þarf lagabreytingu, vegna þess að eldra fyrirkomulag var bundið í lög. Frumvarp þess efnis, sem fyrirhugað var að samþykkja á nýloknu þingi, komst hins vegar ekki í gegn vegna tímaskorts og bíður afgreiðslu þess þings sem kemur saman eftir kosningar í maí næstkomandi.


Töf á afgreiðslu frumvarpsins hefur hins vegar engin áhrif á samninginn um skattgreiðslur Alcan til Hafnarfjarðar. Einu áhrifin eru þau að greiðslur til Hafnarfjarðarbæjar tefjast sem nemur seinkun á samþykkt frumvarpsins. Fram hefur komið hjá Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, að bærinn áskilji sér rétt til að fá greidda dráttarvexti frá ríkinu vegna þessara tafa.


Hagfræðistofnun staðfestir tölur um skattgreiðslur Alcan

Beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af stækkuðu álveri og breyttu skattaumhverfi þess munu verða umtalsverðar. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands verða beinar tekjur bæjarfélagsins vegna fasteignagjalda, hafnargjalda og vatnsgjalds rúmar 800 milljónir króna á ári.
Niðurstöður stofnunarinnar staðfesta það sem forsvarsmenn álversins hafa kynnt fyrir bæjarbúum á undanförnum mánuðum.

Hagfræðistofnun ráðgerir að fasteignagjöld álversins eftir stækkun verði um 650 milljónir króna á ári og hafnargjöld vegna notkunar á Straumsvíkurhöfn muni aukast um allta að 150 milljónum króna frá því sem nú er. Þá telur Hagfræðistofnun líklegt að tekjur bæjarins af vatnsgjaldi hækki um nokkrar milljónir við stækkunina.

Skattgreiðslur Alcan til Hafnarfjarðar eftir stækkun álversins tengjast ekki afkomu fyrirtækisins eða aðstæðum á álmörkuðum. Þvert á móti er um að ræða tekjur sem hvíla á traustum grunni, þar sem verðmæti fasteigna á álverssvæðinu og magn útfluttra vara liggur til grundvallar. Í því felst mikið öryggi fyrir bæjarfélagið sem myndi auka ráðstöfunartekjur sína verulega með stækkun álversins.

Niðurstöður Hagfræðistofnunar

 • Líklegt er að fasteignagjöld af stækkun álversins verði í fyrstu um 400 milljónir króna á ári, eða ríflega 200 milljónir króna umfram það sem greitt yrði af öðru iðnaðarhúsnæði á svæðinu. Þetta bætist við fasteignagjöld af húsum og lóðum sem Alcan á nú á svæðinu, en þau nema líklega nálægt 250 milljónum króna á ári. Alls yrðu fasteignagjöld af álveri Alcans þá um 650 milljónir króna á ári. Hafa ber í huga þegar þessar fjárhæðir eru skoðaðar að húsakostur Alcans eru afskrifaðar mun hraðar í fasteignamati en flest annað atvinnuhúsnæði.

• Tekjuauki Hafnarfjarðarhafnar af stækkun álversins í Straumsvík gæti hæglega numið á bilinu 75 til 150 milljónum króna á ári. Þessi fjárhæð fer að hluta í rekstur Straumsvíkurhafnar og endurbætur á höfninni þar, en því sem eftir kann að standa má samkvæmt hafnalögum verja í aðrar endurbætur á Hafnarfjarðarhöfnum og rekstur þeirra.

• Líklegt er að útsvar nýrra starfsmanna álversins sem búa í Hafnarfirði verði um 120 milljónir króna á ári fyrst eftir stækkun, eða 45 milljónir umfram útsvar af meðallaunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tala lækkar eftir því sem starfsmönnum álversins fækkar.

• Líklegt er að tengja megi um 850 ársverk á landinu öllu við stækkun álversins í upphaf, að meðtöldum ársverkum í álverinu sjálfu. Þetta þýðir þó ekki að störfum á landinu fækki sem þessu nemur ef álverið verður ekki stækkað.

• Samkvæmt upplýsingum frá Alcan má búast við að tekjur hafnfirskra fyrirtækja vaxi um rúmlega 3 milljarða króna á ári ef álverið verður stækkað.

• Tekjur af orkusölu til álversins voru um 14% af heildartekjum af orkusölu á landsvísu árið 2004 ef marka má opinberar hagtölur, en þess má geta að álverð sem verð orkunnar er tengt við, hefur hækkað mikið undanfarin ár. Má því gera ráð fyrir að hlutfallið sé hærra um þessar mundir.

• Ekki eru líkur á að útblástur landsmanna af gróðurhúsategundum fari fram úr kvóta landsmanna á gildistíma Kyoto-samkomulagsins, ef miðað er við meðalútblástur á árunum 2008 til 2012, en líklegt má telja að á árunum sem á eftir koma muni Íslendingar þurfa aukinn kvóta, að því gefnu að allar þær hugmyndir sem nú eru uppi um uppbyggingu stóriðju verði að veruleika.


Næsta síða »

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband