Færsluflokkur: Íþróttir
7.3.2007 | 21:53
Góðir dagar framundan
Ekki er hægt að sleppa því að minnast á að Liverpool sló út Barcelona. Það sem meira er að þeir áttu það skilið. Voru miklu betri á Anfield þrátt fyrir að þeir töpuðu. Gaman samt að sjá Íslendingin skora.
Það sem gleður mig samt enn meira er frábær sigur PSV á Arsenal. Stór hópur vina minna eru Arsenalmenn og eru þeir fljótir til þegar Liverpool tapar.
Það eru því góðir dagar framundan.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 18:54
Ósanngjarnt tap
Ekki er hægt að segja að lukkan hafi verið með Liverpool þegar þeir töpuðu fyrir ManUtd í gær. Liverpool var mikið betra í leiknum og áttu skilið að vinna. En svona er boltinn. Til að gleyma þessu sem fyrst vonast maður eftir því að Liverpool fari áfram þegar þeir mæta Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudag. Það sem var samt verst við þetta tap Liverpool var að ég var í veðmáli. Ég tapaði og nú þarf ég að drekka kaffið mitt næstu viku úr ManUtd könnu.
Ég vona að menn fyrirgefi mér það
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar