Stækkun hjá Alcan

Mikið er rætt um hugsanlega stækkun hjá Alcan.  Sitt sýnist hverjum í þessum málum og verður spennandi að sjá niðustöður kosningana í lok mars.   Hins vegar finnst mér tímasetning á þessari kosningu mjög furðuleg.  Undirbúningur fyrir stækkunina fór í gang 1999.  Af hverju að kjósa um þetta núna 8 árum seinna þegar þetta er á lokastigi.  Eðlilegra hefði verið að kjósa um þetta strax.  En burt séð frá því verður kosið um þetta núna.  Mikið hefur verið ritað og menn sækja upplýsingar víða að.  Það er hins vegar ljóst að mikið af rangfærslum er í gangi.  Það er það versta sem gæti gerst í þessu að menn myndi sér skoðanir á málinu á rangfærslum, skorti á upplýsingum og vanþekkingu.  Ég hvet því alla að kynna sér málið vel um hvað þetta snýst áður en þeir mynda sér skoðanir.  Menn mega ekki falla í þá gryfju að vera á móti bara til að vera á móti.  Þetta er stór ákvörðun og því nauðsynlegt að kynna sér málið vel.  Ég er mjög hlynntur því að sem flestar skoðanir koma fram og virði mjög skoðanir annarra hvort sem þeir eru með eða á móti.  Það kom fram í skoðanakönnun að 70% þátttakenda í henni vildu fá meiri upplýsingar.  Það er mjög jákvætt.

Hvet því alla til að kynna sér málið og byggja atkvæði sitt út frá sínum forsendum, staðreyndum og réttum upplýsingum

Stækkum Alcan

Sigurður Egill 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 6985

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband