Hagur Hafnarfjarðar og Sól í Straumi

Virkilega skemmtilegt viðtal við Inga Rúts hjá Hag Hafnarfjarðar og Pétri í Sól í Straumi á Rás 2 í dag.  Mér fannst Ingi standa sig frábærlega, bæði málefnalegur og kom þessu skýrt frá sér.  Það sem samt pirrar mann mest í umræðu Sólstraumagæjana eru rangfærslur og líkindatal.  Pétur talar allt um að verksmiðjan er að þrefaldast.  Er hún að þrefaldast?  Nei, hún er að stækka um 150%.  460000/180000 er 2,5 sem er ekki þreföldun miðað við mínar kokkabækur.  Okei, sumir voru betri en aðrir að námunda við næstu heilu tölu í gaggó.  Í þessu viðtali hélt Pétur því einnig fram að Isal væri að fá bestu tekjurnar á hvert framleitt ál tonn innan Alcan.  Hvar í ósköpunum fær hann þær upplýsingar.  Jú, samkvæmt sérfræðingum þeirra.  Hverjir eru þessir sérfræðingar?  Nei, staðreyndin er sú að að Isal er með mjög háan framleiðslukostnað á hvert framleitt tonn innan Alcan samsteypunnar.  Það eru rökin fyrir því að ekki sé hægt að reka núverandi verksmiðju um ókomna framtíð með hagnaði.  Þegar núverandi orkusamningur Isal rennur út 2014 (ekki 2024) er ekki ólíklegt að orkan muni kosta Isal enn meira og því mun framleiðslukostnaður hækka enn meir á hvert framleitt tonn, þar sem samkeppni um orku hér á landi hefur farið mjög vaxandi.  Það segir sig sjálft að á endanum eru ekki forsendur að reka 40 ára gamla verksmiðju með gamalli tækni.  Þó að góður rekstur sé núna á verksmiðjunni er það ekkert sjálfgefið að það verði áfram.  Hátt álverð núna hjálpar mikið til við reksturinn.  Þetta er því ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir.  Staðreyndir um allar hliðar málsins er eitthvað sem Hafnfirðingar eiga rétt á að vita en ekki hvað við höldum eða rangfærslur, til að geta myndað sér skoðun um málið.

Hvað ætla Sólarmenn að segja við Hafnfirðinga ef atvinnuleysi eykst eftir nokkur ár og Isal þarf að loka vegna skorts á samkeppnisstöðu.  Það er ekkert eðlilegt að segja við fyrirtæki.  Nei, þið megið ekki þróast og dafna.

Ég bara spyr.

Nóg í bili

Sigurður Egill 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Því miður eru ofgahópar báðum megin borðs.  Þetta verður að múgæsingi beggja hópa.  Sumir vita ekki hvað er rétt og hvað rangt.  Það gerir múgæsingin.  Það þarf að ræða málin á þann veg að fólk geti myndað sér skoðun með eða á móti með réttu hugarfari.  Hugsið málið gott fólk.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 27.2.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Svo haltu með Arsenal góði Egill

Áslaug Sigurjónsdóttir, 27.2.2007 kl. 01:11

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Sigurður Egill.27 febrúar 2007 sendi Sól í Straumi frá sér athuga í mbl.  þar sem segir að Hagur Hafnarfjarðar sé að beita hræðsluáróðri hinsvegar þegar rýnt er í tölur sem Hagur Hafnarfjarðar vitnar í eru þær starfræðilega réttar í öllum atriðum  eins og sést .Það er ekki rétt að Hagur Hafnarfjarðar sé með hræðsluáróður hér hafa þeir sett fram blá kaldar staðreyndir og það hentar Sólarfólki vilja ekki það sem rétt er upp á borðið.Ingi Rúts stóð sig frábærilega.Kv.Sigurjón Vigfússon stækkum Alcan og Arsenal.

Rauða Ljónið, 27.2.2007 kl. 05:21

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Sigurður Egill.27 febrúar 2007 sendi Sól í Straumi frá sér athuga í mbl.  þar sem segir að Hagur Hafnarfjarðar sé að beita hræðsluáróðri hinsvegar þegar rýnt er í tölur sem Hagur Hafnarfjarðar vitnar í eru þær starfræðilega réttar í öllum atriðum  eins og sést .Það er ekki rétt að Hagur Hafnarfjarðar sé með hræðsluáróður hér hafa þeir sett fram blá kaldar staðreyndir og það hentar ekki Sólarfólki vilja ekki það sem rétt er upp á borðið.

Ingi Rúts stóð sig frábærilega.

 Kv.Sigurjón Vigfússon stækkum Alcan og Arsenal.

Rauða Ljónið, 27.2.2007 kl. 05:24

5 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Til að byrja með Áfram Liverpool, svo allt sé satt og rétt

Ingi stóð sig vel í morgun og í gær.

Það væri líka gaman að heyra frá Sólarfólki hve mörg verkamannastörf hafi skapast á undanförnum 7 árum. Þeir tala sífellt um að störfum hafi fjölgað um 240 á hverju ári. Ok, það er flott en hvað mikið af því eru vel launuð verkamannastörf? Það hætti ein manneskja hjá Isal í Janúar í fyrra og fékk ekki verkamannastarf í Hafnarfirði fyrr en seint í sumar eða í haust, það er á leikskóla sem allir vita að er illa launað. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 27.2.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband