Rangfærslur

Já, ég var að hlusta á Ísland í bítið frá því í morgun þegar Ingi mætti aftur Pétri.   Enn og aftur fer Pétur fyrir Sól í straumi með rangfærslur.  Samtökin Sól í straumi gefa það út að þeir vilji málefnalega umræðu.  Það er hárrétt en hún verður einnig að vera byggð á staðreyndum en ekki rangfærslum.  

Nokkur atriði frá því í morgun:

- stærð álversins þrefaldast eins og framleiðsluaukningin.  Nei framleiðsluaukningin er 155% og stærð álversins stækkar um 85% sem er ekki einu sinni tvöföldun.   Samanlögð stærð núverandi bygginga á álverssvæðinu er 140 þúsund  fermetrar en stærð nýrra bygginga verður um 120 þúsund fermetrar.  Þetta gerir 85% stækkun.

- enn og aftur segir hann að núverandi raforkusamningur Isal renni út 2024.  Hvað er það sem menn skilja ekki í þessu.  Það er margbúið að leiðrétta þetta.  Hann rennur út 2014 með möguleika á 10 ára framlengingu.

Annað athyglisvert sem kom fram í máli Péturs var eftirfarandi setning "það er mjög misjafnt af hverju við erum á móti álverinu".  Hingað til hafa samtökin haldið því fram að þeir væru á móti stækkuninni en ekki núverandi álveri???????'

 Hvað þarf að gera til að leiðrétta þetta?

Jájá, svona var það

 

Sigurður Egill 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband