1.3.2007 | 00:10
Í lok dagsins
Langur vinnudagur að baki en skemmtilegur og árangursríkur.
Athyglisverð grein á mbl um fund umhverfsiráðherra og ráðherra Umhverfsimála hjá Evrópusambandinu.
"Ennfremur lagði ráðherra áherslu á að mikilvægt væri að skoða sérstaklega sameiginleg samningsmarkmið og skuldbindingar fyrir atvinnugreinar óháð ríkjum, til þess að tryggja eftir megni að menn beiti bestu tækni alls staðar, þannig að fyrirtæki flyttu sig ekki milli ríkja til að losna undan strangari kröfum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Stavros Dimas sagði að Evrópusambandið mundi styðja þessa nálgun í komandi samningum. "
Er þetta ekki nákvæmlega málið ef við virkjum ekki þessu vistvænu orku hjá okkur.
Í stað þess að færa fyrirtækin, færum við framleiðsluna í önnur lönd þar sem notuð eru olía og gas sem orkugjafa.
Með nýtingu þessara auðlinda okkar leggjum við okkar af mörkum í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda með því að framleiða með vistvæni orku.
Vissuð þið:
- að flúor í gróðri kringum álverið í Straumsvík mælist jafnmikil núna í dag eins og áður en verksmiðjan hóf starfsemi.
- að svifryksmengun á Hvaleyrarholti hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk í þau 40 ár sem álverið hefur starfað
- að ef álverið er stækkað, eykst framleiðslan um 150% en leyfileg mörk á losun flúors eingöngu um 25%
- að Isal er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem var vottað með umhverfisstaðalinn ISO 14001
Engin furða að forsvarsmenn Sólar í straumi segja að þeir hafi engar áhyggjur af mengunarmálum frá Isal. Þetta eru nefnilega staðreyndir.
Látum þetta duga í dag
Fleiri fróðleiksmolar á morgun
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.