Hver var tilgangur Kompásar um álverið í Straumsvík

Margar spurningar sitja eftir í höfði manns eftir að hafa horft á þátt Kompásar með yfirskriftinni "Um stækkun álversins".  Í kynningu kom fram að það ætti að fjalla um stækkun álversins frá báðum hliðum.  Fljótlega kom í ljós að það var ekki tilgangurinn.  Meiri hluti þáttarins fór í að ræða um starfsmannastefnu fyrirtækisins og umhverfismál með rangfærslum.  Sem hlutlaus áhorfandi hefði maður ekki orðið mikið fróðari um kosti og galla fyrirhugaðar stækkunar álversins.  Maður sat uppi með einhliða umræðu um hvernig fyrirtækinu er stjórnað og starfsmannastefnu þess.  Tekin eru viðtöl við starfsmenn sem hafa yfirgefið fyrirtækið ósáttir og virðast eiga eitthvað óuppgert við það.  Hvað með alla hina sem hafa starfað þarna í langan tíma og líkar vel.  Af hverju fáum við ekki þeirra hlið málsins.  Nei, heldur fá fullyrðingar eins og að Isal "falsi" upplýsingar um umhverfismál til að líta sem best út.  Hvernig dettur mönnum í hug að birta svona án þess að grafast fyrir um málið.  Isal mun aldrei geta "falsað" þessar upplýsingar.  Umhverfisstofnun fer yfir allar mælingar hjá Isal ásamt því að kvarða tæki sem notuð er til mælinga.  Isal er vottað af umhverfisstaðlinum ISO 14001 þar sem reglulega eru úttektir á fyritækinu og því vel fylgst með.  

Annað dæmi er um fréttaflutningin því einu myndirnar af fyrirtækinu voru birtar þegar kerleki var.  Mengunin sem var þá sýnd gefur ekki rétta mynd af álverinu.  Af hverju er það ekki sýnt eins og það lítur vanalega út.  

Fréttamaður Kompásar notaði svo allan sinn tíma til að drita sömu spurningum á Rannveigu þar sem spurt var um starfsmannastefnuna og vothreinsun.  Hversu oft þurfti hún að svara þessu svo fréttamaðurinn myndi ná þessu.   Nei það var eingöngu einn tilgangur og það var að ná höggstaði á fyrirtækið. 

Svona fréttaflutningur er til háborinnar skammar og gefur áhorfendum stöðvar 2 kolranga mynd af álverinu.  Á fólk ekki skilið að sjá hlutina eins og þeir eru.  Að lágmarki skal gæta jafnræðis og forðast einhliða umræður.  

Hafnfirðingar eru að fara að taka stóra ákvörðun eftir rúmar tvær vikur og þeir eiga ekki skilið svona fréttaflutning.  Þeir eiga skilið að taka ákvörðun út frá kostum og göllum fyrirhugaðar stækkunar og út frá staðreyndum og réttum upplýsingum.

 Það er alveg ljóst að ekki fengu þeir neinar upplýsingar um fyrirhugaða stækkun frá Kompási.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll.

Égverð að segja eins og er. Ég ákvað að horfa ekki á þáttinn. Finnst þetta ekki rétt og það sem á undan er gengið með Kompás, var ég nokkuð viss að skoðunin væri fyrirfram ákveðin.

Sveinn Hjörtur , 12.3.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég horfði reyndar ekki á þáttinn fyrr en í gærkvöldi og þá af skyldurækni við þetta mál. Hugsa að þetta sé fyrsti og síðasti Kompás þáttur sem ég mun horfa á. Maður sér það best núna hverskonar blaðamennska/fjölmiðlamennska er í gangi yfirleitt í þessum þætti þegar maður sér meðferð á máli sem maður þekkir vel til. Hef haft afspurnir af þessum þætti áður og sé að þær eru alls ekki ýktar. Ég mun gera eins og Sveinn Hjörtur og halda áfram að sleppa því að horfa á Kompás.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert hvernig glímuskjálfti Sólar manna í Straumi er að fara með þá. Þeir voru glaðhlakkalegir fyrir nokkrum vikum þegar skoðanakannanir bentu til að andstaðan í Hafnarfirði væri yfirgnæfandi og sú niðurstaða jafnvel notuð sem rök í umræðuna. Nú þegar dregur saman með fylkingunum þá skrifar Ámundi Loftsson pistil  á Sólar síðunni:

 " Yfirskin atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði um að hún snúist eingöngu um skipulag er falskt".

 Og einnig " Samfylkingin ber ábyrgð á að mál þessi hafa komist í þennan farveg.  Hver verða örlög hennar ef stækkunin verður samþykkt?

Og enn eitt gullkornið: " Ef Samfylkingin ætlar ekki beinlínis að fyrirfara sér verður forysta hennar að skerast hér í leikinn og gera það sem í hennar valdi stendur til að fyrirbyggja pólitískt stórslys og bjarga lífi sínu".

Ég held ég fái bara þunglyndiskast.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 6985

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband