14.3.2007 | 23:43
Umręša į villigötum

Umręšur um įhrif loftmengunar frį įlverinu ķ Straumsvķk hafa į undanförnum dögum lent į miklum villigötum. Dęmi um žaš eru žęr įsakanir um aš losun brennisteinsdķoxķšs sé skašleg fyrir fólk ķ nįgrenni verksmišjunnar en slķkar fullyršingar eiga ekki viš nein rök aš styšjast, eins og sérfręšingur Umhverfisstofnunar hefur raunar stašfest ķ fjölmišlum (sjį hér). Ef nišurstöšur loftgęšamęlinga ķ nįgrenni įlversins eru skošašar kemur ķ ljós aš styrkur brennisteinsdķoxķšs ķ lofti var į sķšasta įri aš mešaltali um 0,56 mķkrógrömm į rśmmetra, sem er rśmlega 200 sinnum minni en žaš magn sem žykir skašlegt.
Į mešfylgjandi sśluriti (smelltu į myndina til aš stękka hana) mį sjį hver styrkur žessara efna ķ andrśmslofti var įriš 2006, hve mikill hann gęti oršiš eftir stękkun įlversins mišaš viš nśverandi losun og hver hann gęti oršiš žegar markmišum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu veršur nįš. Rauša lķnan efst į myndinni sżnir hins vegar hver heilsuverndarmörkin eru og žaš ętti hverjum manni aš vera ljóst, aš styrkur brennisteinstdķoxķšs ķ lofti ķ nįgrenni įlversins er langt frį žvķ aš geta talist skašlegur.
Raunar mį benda į, aš męlingar į styrk brennisteinsdķoxķšs ķ lofti ķ nįgrenni įlversins sżna ekki hęstu gildin žegar vindur stendur af įlverinu og fęra mį rök fyrir žvķ aš helstu įhrifavaldarnir séu ašrir en įlveriš. T.d. er styrkur brennisteinsdķoxķšs ķ lofti mestur žann 1. janśar įr hvert, um žaš leyti sem ķbśar ķ nįgrenni įlversins eru aš skemmta sér viš aš skjóta upp flugeldum ķ öllum regnbogans litum.
Greinin kom į www.straumsvik.is
Fęrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.