16.3.2007 | 00:35
Í lok dagsins
Áhugavert er að fylgjast með hvert hin svokallaða málefnalega umræða andstæðinga stækkunar álversins er að fara. Allt þeirra púðar fer nú í að væla yfir hvaða aðstöðu þeir eru í. Ýmsir frasar hafa fallið og misgóðir eins og : hnífur í kjarnorkustríði, Davíð og Golíat, króna á móti seðli, áhugamenn á móti atvinnumönnum og svo framvegis. Er þetta virkilega málefni Sólarmanna. Eru ekki bæði Alcan og Sólarmenn að reyna að veita upplýsingar þannig að Hafnfirðingar geti metið kosti og galla þess að stækka álverið í Straumsvík.
Það er einnig ótrúlegt að þeir geti ekki borið virðingu fyrir samtökum eins og Hagi Hafnarfjarðar. Hvernig þeir tala um þau samtök er til skammar. Það er lágmark að bera virðingu fyrir málstöðum sem þessum þó maður sé ekki sammála þeim.
Ég legg til að menn haldi sér við það sem skipti máli og upplýsi almenning með staðreyndum og réttum upplýsingum. Það gagnast engum að vera í þessu málþófi.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.