Hagfræðistofnun staðfestir tölur um skattgreiðslur Alcan

Beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af stækkuðu álveri og breyttu skattaumhverfi þess munu verða umtalsverðar. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands verða beinar tekjur bæjarfélagsins vegna fasteignagjalda, hafnargjalda og vatnsgjalds rúmar 800 milljónir króna á ári.
Niðurstöður stofnunarinnar staðfesta það sem forsvarsmenn álversins hafa kynnt fyrir bæjarbúum á undanförnum mánuðum.

Hagfræðistofnun ráðgerir að fasteignagjöld álversins eftir stækkun verði um 650 milljónir króna á ári og hafnargjöld vegna notkunar á Straumsvíkurhöfn muni aukast um allta að 150 milljónum króna frá því sem nú er. Þá telur Hagfræðistofnun líklegt að tekjur bæjarins af vatnsgjaldi hækki um nokkrar milljónir við stækkunina.

Skattgreiðslur Alcan til Hafnarfjarðar eftir stækkun álversins tengjast ekki afkomu fyrirtækisins eða aðstæðum á álmörkuðum. Þvert á móti er um að ræða tekjur sem hvíla á traustum grunni, þar sem verðmæti fasteigna á álverssvæðinu og magn útfluttra vara liggur til grundvallar. Í því felst mikið öryggi fyrir bæjarfélagið sem myndi auka ráðstöfunartekjur sína verulega með stækkun álversins.

Niðurstöður Hagfræðistofnunar

 • Líklegt er að fasteignagjöld af stækkun álversins verði í fyrstu um 400 milljónir króna á ári, eða ríflega 200 milljónir króna umfram það sem greitt yrði af öðru iðnaðarhúsnæði á svæðinu. Þetta bætist við fasteignagjöld af húsum og lóðum sem Alcan á nú á svæðinu, en þau nema líklega nálægt 250 milljónum króna á ári. Alls yrðu fasteignagjöld af álveri Alcans þá um 650 milljónir króna á ári. Hafa ber í huga þegar þessar fjárhæðir eru skoðaðar að húsakostur Alcans eru afskrifaðar mun hraðar í fasteignamati en flest annað atvinnuhúsnæði.

• Tekjuauki Hafnarfjarðarhafnar af stækkun álversins í Straumsvík gæti hæglega numið á bilinu 75 til 150 milljónum króna á ári. Þessi fjárhæð fer að hluta í rekstur Straumsvíkurhafnar og endurbætur á höfninni þar, en því sem eftir kann að standa má samkvæmt hafnalögum verja í aðrar endurbætur á Hafnarfjarðarhöfnum og rekstur þeirra.

• Líklegt er að útsvar nýrra starfsmanna álversins sem búa í Hafnarfirði verði um 120 milljónir króna á ári fyrst eftir stækkun, eða 45 milljónir umfram útsvar af meðallaunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tala lækkar eftir því sem starfsmönnum álversins fækkar.

• Líklegt er að tengja megi um 850 ársverk á landinu öllu við stækkun álversins í upphaf, að meðtöldum ársverkum í álverinu sjálfu. Þetta þýðir þó ekki að störfum á landinu fækki sem þessu nemur ef álverið verður ekki stækkað.

• Samkvæmt upplýsingum frá Alcan má búast við að tekjur hafnfirskra fyrirtækja vaxi um rúmlega 3 milljarða króna á ári ef álverið verður stækkað.

• Tekjur af orkusölu til álversins voru um 14% af heildartekjum af orkusölu á landsvísu árið 2004 ef marka má opinberar hagtölur, en þess má geta að álverð sem verð orkunnar er tengt við, hefur hækkað mikið undanfarin ár. Má því gera ráð fyrir að hlutfallið sé hærra um þessar mundir.

• Ekki eru líkur á að útblástur landsmanna af gróðurhúsategundum fari fram úr kvóta landsmanna á gildistíma Kyoto-samkomulagsins, ef miðað er við meðalútblástur á árunum 2008 til 2012, en líklegt má telja að á árunum sem á eftir koma muni Íslendingar þurfa aukinn kvóta, að því gefnu að allar þær hugmyndir sem nú eru uppi um uppbyggingu stóriðju verði að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband