Enginn vafi á auknum greiðslum til Hafnarfjarðar

Enginn vafi er á því að Hafnarfjarðarbær mun að fullu njóta aukinna skattgreiðslna frá Alcan á Íslandi, þótt tafist hafi að samþykkja lagafrumvarp þess efnis. Í gildi er samningur við stjórnvöld sem tryggir bæjarsjóði Hafnarfjarðar að minnsta kosti 800 milljónir króna í árlegar tekjur eftir fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Þann 5. mars síðastliðinn staðfesti fjármálaráðherra samning við Alcan á Íslandi um breytingar á skattumhverfi fyrirtækisins. Breytingarnar þýða að frá og með 1. janúar 2005 greiðir Alcan skatta og gjöld til hins opinbera með sama hætti og önnur fyrirtæki. Um leið fellur niður eldra fyrirkomulag framleiðslugjalds, sem rann að mestu til ríkisins.

Breytingin leiðir til þess að Hafnarfjarðarbær fær stórauknar tekjur af starfsemi Alcan á Íslandi, afturvirkt til 2005. Til að þessi breyting komist til framkvæmda þarf lagabreytingu, vegna þess að eldra fyrirkomulag var bundið í lög. Frumvarp þess efnis, sem fyrirhugað var að samþykkja á nýloknu þingi, komst hins vegar ekki í gegn vegna tímaskorts og bíður afgreiðslu þess þings sem kemur saman eftir kosningar í maí næstkomandi.


Töf á afgreiðslu frumvarpsins hefur hins vegar engin áhrif á samninginn um skattgreiðslur Alcan til Hafnarfjarðar. Einu áhrifin eru þau að greiðslur til Hafnarfjarðarbæjar tefjast sem nemur seinkun á samþykkt frumvarpsins. Fram hefur komið hjá Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, að bærinn áskilji sér rétt til að fá greidda dráttarvexti frá ríkinu vegna þessara tafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Ég held að það sé mikilvægt að hafa álverið áfram og svo annað með til hliðar.  Þannig græða lansmenn mest því það er alveg hægt að hafa bæði álver og svo fleiri störf með í kringum það á svæðinu í öðrum starfsverum.  Margir sem vinna á svæðinu vilja síðan örugglega búa þarna nálægt og það er líka alveg hægt núna því mengunin er ekki mikil lengur miðað við eins og var fyrst.  Við lærum auðvitað á þetta eins og bara allir.  En við töpum þessu öllu ef menn vilja láta loka álverinu og líka tekjunum sem álverið gefur þjóðfélaginu.

Sigurjón N. Jónsson, 21.3.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband