Auknar tekjur Hafnarfjarðarbæjar

Ef að stækkun yrði hjá álverinu í Straumsvík myndu tekjur beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar aukast úr 104 milljónum í tæpar 950 milljónir árlega.  Þessar tekjur verða árlega og eru ekki háðar framleiðslumagni né afkomu fyrirtækisins.  Þetta eru föst gjöld sem álverið borgað sem eru fasteignagjöld og hafnargjöld.  Hérna er heldur ekki verið að tala um tekjur af útsvari starfsmanna  álversins.  Sumir hafa haldið því fram að þetta væru smáaurar og bærinn gæti vel lifað í velferð án þessara tekna.  Þessar tekjur jafngild 280.000 á hverja fjögurra manna fjölskyldu árlega.  Hver ætlar að halda því fram að það muni ekkert um það.  Hafnarfjarðabær má þá vera ansi vel stæður ef þeim munar ekkert um þetta.

Hvað er hægt að gera við þessar tekjur:

- hægt er að gera leikskólana gjaldfrjálsa en það kostar um 300 milljónir árlega

- hægt er að hafa íþróttaiðkun barna gjaldfrjálsa en það kostar 100-200 milljónir árlega

- hægt er að hafa frítt í almenningsvagna en það kostar um 150 milljónir árlega

Þá eru ennþá eftir 300-400 milljónir bara af beinum tekjum frá álverinu á hverju ári.

 

Já, segið að þessar tekjur skipta ekki bæinn máli.  Ég veit ekki betur en Hafnarfjarðarbær sé að berjast við ríkið að fá skattabreytinguna frá 2004 og fá með því 100 milljónir aukalega.  Hvað er verið að eltast við þær ef bærinn getur aukið tekjurnar um 850 milljónir árlega með því að samþykkja stækkunina.

 Ég bara spyr, hafa Hafnfirðingar efni á því að sleppa þessu tækifæri.  

Eitt er víst að þetta býðst ekki aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Egill Þorvaldsson
Sigurður Egill Þorvaldsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 6878

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband